To help you find more relevant content, we're making some changes.
Starting in October you will need to sign in to 3D Warehouse to download models.
Learn more.
Hafnarstræti 20

Hafnarstræti 20

Halldor H.
Description
Það hús sem stendur í dag (2004) á lóðinni Hafnarstræti 20 var byggt 1977 og hýsir biðskýli fyrir strætisvagnafarþega ásamt ýmsum fyrirtækjarekstri. Húsið var hækkað um eina hæð árið 1986. Hönnun hússins: Bjarni Marteinsson, arkitekt.. Fyrst var byggt á lóðinni Hafnarstræti 20 um aldamótin 1800 en það var pakkhús. Árið 1844 byggði Ditlev Thomsen einlyft íbúðarhús á lóðinni og árið 1875 nýja tvílyfta sölubúð í stað pakkhússins frá því um 1800 sem hann reif. Sunnan við sölubúðina voru skúrar sem sneru mæni í norður og suður, þvert á íbúðarhúsið. Íbúðarhúsið var hækkað árið 1889 og húsin tvö felld í eina heild. Thomsenshús, eins og það var þá kallað, varð eitt af stærstu og glæsilegustu húsum bæjarins og hélt að miklu leyti svipmóti sínu þar til það var rifið árið 1961. Eftir 1916 var rekið í húsinu veitinga-og gistihús undir nafninu Hótel Hekla. Reykjavíkurbær eignaðist húsið 1943 og var þar með skrifstofur þar til það var rifið. Götuheitið Hafnarstræti var formlega tekið upp árið 1848 en áður hafði gatan verið nefnd Strandgata og Reipslagarabraut eftir einu af geymsluhúsum Innréttinganna fyrir kaðlagerð. Gatan fylgir enn í dag fjörukambinum forna og skýrir það beygjuna sem á henni er. #Hafnarstraeti #Hafnarstræti #Iceland #Lækjartorg #Reykjavik #Reykjavík #Verslanir #Verslunarhús #Ísland
Default Title